Staðfestingarkóðar

Ég var að reyna að commenta á síðu á blog central púnktur is.

Og djöfull þoli ég ekki staðfestingarkóðana þarna.
Við erum að tala um að þó að myndin sé mjög skýr, og ég sé vel hvað stendur, þá fæ ég samt “villu í staðfestingarkóða”. Og svo er tengill sem bíður manni upp á að fara til baka. Og þá er allt þurrkað út og maður þarf að skrifa commentið aftur.
Þá skrifar maður styttri útgáfu af commentinu því maður nennir ekkert að skrifa allt aftur.
Svo gerðist þetta aftur, ég gafst upp eftir 7 tilraunir.
Takkfyrirbless!