“yesssh” – enskuslettur í leikskólum?

Þið vitið alveg hvernig kvenfólk er að kalla okkur karlmennina óþroskaða og svona bara fyrir að vera við sjálfir.
(“Boys will be boys, So will alot of middle aged men.” – Kin Hubbard)

Ég ákvað því að vera pínu próaktívur á þetta, svo ég sletti smá ensku hérna. Fann kennslu forrit fyrir 3 ára og eldri. Kennsluforritið heitir Doppa og er PC-MAC-samhæft. Svona þroskaleikir, svo ég geti verið þroskaðri en 3 ára, en samt fengið að heyra áfram “það mætti halda að þú værir fimm ára….”

Anyways;
Hérna eru nokkrir leikir til að kenna á litina, og tölur, samstæður og svona nokkra hluti sem að gott er að kunna skil á.
Nema hvað, í einum leiknum áttu að lita með réttum litum, og Doppa segir þér hvaða lit þú átt að nota hverju sinni.
Þegar réttur litur er valinn, svarar doppa “Fínt!”, “Flott!” “Gott hjá þér” og fleira í þeim dúr. Og… “yess!”

Litli herramaðurinn á heimilinu sem að tók frá smá af sínum tíma til að kenna mér á þessa leiki var búinn að tilkynna mér að hann hefði lært þessa leiki á leikskólanum.

Klósettferðir

Hef ég minnst á það áður hvað ég HATA framþungar klósettsetur.
Og skiptir þá engu hvort um sé að ræða lokið sjálft eða setan.
Þær eru stórhættulegar, og slungnar.
Þær fá okkur karlmennina til að halda að þær ætli að haldast uppi.
Og henda sér svo fram þegar maður á síst von á.
T.d. á næturnar þá er setan örugglega bara að gera óheiðarlega tilraun til
þess að vekja alla í húsinu.
Og svo hefur örugglega einhver lent í því að pissa bara ofaná setuna.

Speaking of.
Vinur vinar míns lenti einusinni í svona klósettsetu-árás.
Hann kom víst heim af djamminu, vel ölvaður og þurfti að pissa.
Sökum bjórdrykkju og nokkurra staupa átti hann við smá jafnvægisvandamál að
stríða, og fór því á skeljarnar fyrir framan klósettið.
(Eins og hann sagði sjálfur, þá vildi hann frekar krjúpa fyrir framan dósina
og pissa þannig í staðinn fyrir að láta nappa sig við að pissa sitjandi.)
Skipti engu máli hvort að það voru aðrir í húsinu eða ekki, bara áhætta sem
að hann var ekki tilbúinn til þess að taka.
Hann var þá í akkurat passlegri hæð. Gaurinn rétt náði yfir skálina sjálfa
og hann byrjar að tæma þvagblöðruna.
Viti menn, bæði setan og lokið ryðjast fram með öllum sínum þunga og kremja
greyið vininn milli skálarinnar og setunnar.
Vel útpælt plott til þess að hefna sín á því að hann hafi örugglega einhverntímann
pissað útfyrir.
Þessi maður er með flatt tippi í dag.

Af sorpi (saga Útvarps Sögu)

Þetta er ekki pistill um sögu Úvarps Sögu en verði sá pistill einhvern tímann skrifaður þá væri þessi titill viðeigandi.

Hann virðist vera ansi sérstakur þjóðflokkurinn sem hlustar á Útvarp Sögu. Stór hluti af honum er reyndar fólk sem lítur á stöðina og viðhorfin sem þar koma fram þegar hlustendur hringja inn og kjósa í skoðanakönnunum á vefsíðu stöðvarinnar sem skemmtiefni. Mig minnir að bæði Jón Gnarr og Þorsteinn Guðmundsson séu yfirlýstir aðdáendur stöðvarinnar.

Skoðanakannanir stöðvarinnar eru mjög merkilegar. Frjálslyndi flokkurinn fær yfirleitt um og yfir 30% fylgi meðal þátttakenda í þeim sé spurt um stuðning við stjórnmálaflokka. Spurningarnar í könnununum eru líka oft ansi merkilegar. Eins núna fyrr í vikunni.

Þeim datt s.s. í hug, snillingunum á Útvarpi Sögu, að spyrja að því hvort að samkynhneigðir særði blygðunarkennd fólks. Þetta er ekki grín. Spurningin var orðrétt: ‘Særa samkynhneigðir blygðundarkennd þína’. Og næstum því helmingur þeirra sem tóku þátt í þessar könnun svöruðu játandi. Rjómi samfélagsins er greinilega í aðdáendahópi Arnþrúðar Karls.

Hvernig getur samkynhneigð sært blygðunarkennd einhvers? Og hverjum dettur í hug að spyrja svona spurningar? Andrés Jónsson á Eyjunni.is veltir því fyrir sér hvort að þarna hafi stöðin gerst brotleg við lög og í kommentum er bent á að eins mætti spyrja hvort að svertingjar særðu blygðunarkennd fólks.

Er það ekki oftast hegðun fólks sem særir blygðunarkennd einhvers? Ætli sá sem samdi spurninguna haldi að samkynhneigð sé hegðun? Eða ætli hann sé bara fífl?

———————-

Hugmyndir að spurningum í skoðanakannanir Útvarps Sögu:

Særir svart fólk fegurðarskyn þitt? Eiga rauðhærðir að hafa sömu réttindi og venjulegt fólk? Konur, með eða á móti? Eiga múslimar að fá að hafa ökuréttindi?

Að keyra á Akureyri

Ég hef náms míns vegna þurft að fara til Akureyrar einu sinni í mánuði þessa önn, og á eina ferð eftir í næsta mánuði. Þar sem það kostar handlegg og fótlegg að fljúga auk þess sem það skerðir ferðamöguleika manns að vera bíllaus hef ég keyrt á Aygonum þessi þrjú skipti og mun væntanlega gera slíkt hið sama í næsta mánuði.

Ferðirnar norður hafa gengið vel, í fyrsta skiptið var meira og minna autt utan stöku hálkubletta norðanmegin, en í hin tvö hefur verið hálka á heiðunum og blettir hér og þar annarstaðar. Það er meira að segja þannig að fyrir utan febrúarferðina (ferð númer 2) þá hefur verið erfiðara færi inn á Akureyri en á leiðinni þangað. Þetta kemur til af tveimur ástæðum.

Sú fyrri er þrákelkni Akureyringa gegn því að dreifa salti á göturnar í snjó og hálku. Þeir vilja það ekki því að það fer svo illa með ryðvarnir á undirvögnum bíla. Reyndar hefur verið í gangi tilraun þar sem blöndu af salti og sandi hefur verið dreift en það bara virkar voða illa virðist vera. Afleiðingarnar af því að dreifa frekar sandi en salti eru þær að gripið lagast einungis tímabundið og öfugt við saltið þá hefur sandurinn engin önnur áhrif á snjóinn og klakann önnur en að mynda drulluslabb þegar hlánar. Einnig er svifryksmengun á Akureyri með því mesta sem gerist á landinu vegna þessa því að sandurinn, þó að ekki sé hann beinlínis fínn, mylst niður og þyrlast svo upp í loftið.

Seinni ástæðan er sú að af einhverjum ástæðum virðast starfsmenn bæjarins og aðrir sem sjá um að skafa snjóinn af götum bæjarins bara ekki kunna það. Ég gat allavega ekki merkt mikinn mun á götunum milli daga, nema jú að það var búið að ryðja örþunnt lag af nýföllnum snjó af þeim og þjappa restinni betur saman.

Ég hef búið á Akureyri og haft mikil samskipti við fólk þaðan í gegnum tíðina og ég veit alveg hvaða svör ég fæ þaðan, að ég kunni bara ekki að keyra frekar en hitt ‘liðið’ að sunnan. En þetta bara snýst ekkert um það. Ég kann alveg að keyra í hálku, mér finnst það bara óþægilegt því að þó að ég treysti sjálfum mér ágætlega til að meta aðstæður rétt þá get ég ekki frekar en aðrir treyst á að fólkið í kringum mig geri slíkt hið sama. Það var enda nóg að gera hjá lögreglunni á Akureyri seinustu daga og það fyrsta sem ég sá þegar ég keyrði inn í bæinn (þ.e. yfir Gleránna, svo að ég böggi þorparana nú aðeins) var jú einmitt aftanákeyrsla á ljósunum við Glerártorgið. Ekki seinasti áreksturinn sem ég varð var við þessa 3 daga sem ég var í bænum.

Ef ég mætti velja á milli þess að stytta líftímann á ryðvörninni á bílnum mínum eitthvað aðeins eða að sleppa við hættuna sem fylgir svona færi, svo ekki sé minnst á svifrykið, þá vel ég frekar seinni kostina. Og vona að það verði komið vor þegar ég fer norður næst.

Bensínverð

Nú eru öruglega flest allir, eins og ég, grátandi yfir bensínverðinu, stakk þá sérstaklega í augun þegar ég ók framhjá ÓB við Barðarstaði að bensínverð þar var komið upp í rúmar 137 kr líterinn! En DV tók semsagt uppá því í dag fyrir okkur “bensínneytendur” að gera verðkönnun á held ég öllum stöðvum Reykjavíkur, ég sjálf stoppaði fyrir svona hálftíma á Orkunni á Miklubraut á leiðinni í Grafarvoginn og var þar verðið minnir mig 134kr/líterinn, og þegar ég var að skoða DV þá stóð sama verð þar og ég hafði keypt bensínið á.
Það sem hinsvegar vakti undrun mína var að fyrirsögnin var “ÓB með ódýrasta bensínverðið” og kíkti ég þá hvað stóð að bensínið ætti að kosta við Barðarstaði og viti menn, þar stóðu einhverjar 134kr/L. Nú annað hvort hefur ÓB tekið það upp hjá sér að ljúga einfaldlega að DV, eða þá að þeir hækkuðu verðið um leið og blaðið var komið út.
Ég held að ég muni ekki versla við ÓB aftur…