Launin hækka hjá Séra Jón, en lækka hjá Jón

Frétt: Skipti boðar 10% launalækkun hjá starfsfólki dótturfélaga.
Þetta voru ekkert svo óalgengar fréttir fyrir stuttu. Og höfðu verkalýðsfélög áhyggjur af þessu, að fyrirtæki væru að misnota þessa “aðstöðu” í þjóðfélaginu til að lækka laun starfsmanna. Engu að síður er hér um að ræða allskonar fyrirtæki, sem hafa farið þessa leið að lækka laun í staðinn fyrir að segja upp starfsfólki…

Frétt: Laun starfsmanna fjármálafyrirtækja hækka um 20.000 á mánuði, AFTURVIRKT frá 1. nóv.
Launin hækka um 20.500 á mánuði, frá 1. nóv. Auk 14.000kr hækkun 1. jan 2010. Og orlofsframlag hækkar um 3.25% núna, og aftur um 2.5% í júlí. Já og orlofsréttur lengist, og fleira og fleira.

Nú ætla ég ekki beint að kvarta yfir að fólk fái launahækkanir (svona þar sem allt verðlag er að hækka líka). En hvað varð um umræðuna um aðhald og whatnot.

Vodafone, IcelandAir/IE, Rússar

Vodafone býður ekki lengur upp á “ótakmarkað” niðurhal.
Síminn reyndar ekki heldur, enda búinn að breyta orðalagi sínu og er með “verðþak” í dag í stað “ótakmarkaðs” niðurhals.

En munurinn á Símanum og Vodafone í dag, föstudaginn 17 okt, er að þó þú náir í of mikið [erlent] efni í gegnum Símann, þá kostar það þig ekki aukalega.
En skv verðskrá Vodafone (sem þeir eru ekkert að auglýsa of grimmt) þá kostar megabyte-ið um 2.5 kr.
En þetta er sama verð og var á per megabyte áður en HIVE kom til sögunnar.

HIVE innleiddi “ótakmarkað” niðurhal, og neyddust þá samkeppnisaðilarnir til að fara að þeirra fordæmi. Eftir kaup Vodafone á HIVE hefur þeirri samkeppni verið útrýmt, og geta þeir haldið áfram á sömu braut. Síminn fylgir vafalaust í kjölfarið.

Þrátt fyrir að notendur hafi kvartað yfir þjónustu HIVE, þá sést hvað smá samkeppni getur haft góð áhrif fyrir neytendur, og skortur á samkeppni akkurat öfugt.

Sjá: http://www.vodafone.is/internet/adsl

—-

Félag

“yesssh” – enskuslettur í leikskólum?

Þið vitið alveg hvernig kvenfólk er að kalla okkur karlmennina óþroskaða og svona bara fyrir að vera við sjálfir.
(“Boys will be boys, So will alot of middle aged men.” – Kin Hubbard)

Ég ákvað því að vera pínu próaktívur á þetta, svo ég sletti smá ensku hérna. Fann kennslu forrit fyrir 3 ára og eldri. Kennsluforritið heitir Doppa og er PC-MAC-samhæft. Svona þroskaleikir, svo ég geti verið þroskaðri en 3 ára, en samt fengið að heyra áfram “það mætti halda að þú værir fimm ára….”

Anyways;
Hérna eru nokkrir leikir til að kenna á litina, og tölur, samstæður og svona nokkra hluti sem að gott er að kunna skil á.
Nema hvað, í einum leiknum áttu að lita með réttum litum, og Doppa segir þér hvaða lit þú átt að nota hverju sinni.
Þegar réttur litur er valinn, svarar doppa “Fínt!”, “Flott!” “Gott hjá þér” og fleira í þeim dúr. Og… “yess!”

Litli herramaðurinn á heimilinu sem að tók frá smá af sínum tíma til að kenna mér á þessa leiki var búinn að tilkynna mér að hann hefði lært þessa leiki á leikskólanum.