Staðfestingarkóðar

Ég var að reyna að commenta á síðu á blog central púnktur is.

Og djöfull þoli ég ekki staðfestingarkóðana þarna.
Við erum að tala um að þó að myndin sé mjög skýr, og ég sé vel hvað stendur, þá fæ ég samt “villu í staðfestingarkóða”. Og svo er tengill sem bíður manni upp á að fara til baka. Og þá er allt þurrkað út og maður þarf að skrifa commentið aftur.
Þá skrifar maður styttri útgáfu af commentinu því maður nennir ekkert að skrifa allt aftur.
Svo gerðist þetta aftur, ég gafst upp eftir 7 tilraunir.
Takkfyrirbless!

Koma út í sígó?

Ég lenti í svolitlu spes í vinnunni áðan. Kjáni kom yfir til mín og spurði hvort ég kæmi út í sígó (ég er rooosalega góður second hand smoker, fíla pásurnar en reyki þó ekki) sem ég var nú alveg til í, skildi vel að hann vildi hafa einhvern að spjalla við og svona. Nema hvað… hann ákveður að hringja eitt örstutt um leið og hann stendur upp… hann er nú svosem ekki neitt svakalega lengi að spjalla við þennan gaur sem hann hringir í… en um leið og hann skellir á, hringir síminn aftur, það er konan hans. Þá var það full report sem hann þurfti að skila; Af hverju ertu ekki við tölvuna? Hvað ertu að gera úti? Ertu í mat eða bara smá pásu? Hvað ætlaru að vera lengi úti? Af hverju var á tali hjá þér rétt áðan? Við hvern varstu eiginlega að tala? Hvað voruði að tala um? Og hvað sagði hann? Hvenær ferðu næst í pásu? Hvað ætlaru að borða á eftir…. o.s.frv. hún virtist geta haldið áfram endalaust!

Jeeeesús! Konur…. Ótrúlega fyndið hvað sumir geta orðið whipped. Ég hef ekki lent í svona ennþá, eina sem reynir þetta er Mamma, en hún fær næstum engin svör og er því svona næstum hætt að reyna þetta.

Ekki nóg með að greyið Kjáni sé whipped, (segi nú samt bara svona, Hildur er nú alveg ágæt) þá var ég dreginn út í spjall fyrir ekki neitt! …og það er ekki eins og það sé tuttugu stiga hiti úti!!

Bilaður bíll?

Nú kannast örugglega flestir við það að maður er ekkert rosalega ánægður ef að bíllinn manns bilar… menn verða yfirleitt fúlir og jafnvel að maður sé á mörkunum að vera bitur yfir svoleiðis hlutum oft á tíðum.

Nú vill svo til að Jónatan hlýtur að telja mig vera bitrann þar sem ég rétt hnippti í hann og spurði hvort ég gæti verið bitur penni? Jónatan hvorki spurði mig hvort ég kynni að skrifa né hvort ég væri almennt bitur heldur lét mig um leið fá notendanafn og lykilorð. Klárlega mun ég gera allt sem ég get til að bregðast honum ekki.

Ef þið viljið langa og mögulega ágætlega bitra sögu (ekki eins bitur og hún var þar sem ég hef haft 3 ár til að melta þessa biturð) endilega smellið á “(more)”, annars skuluð þið bara ganga útfrá því að bíllinn minn sé bilaður og ég sé bitur yfir því og láta gott heita. Continue reading “Bilaður bíll?”