Rigning og jól

Ég held að nú séu íslendingar orðnir alveg trítilvitlausir!  Fyrir utan það að ákveðin verslun er byrjuð að selja jólaskraut þá var ég keyra niðrí bæ og keyri framhjá tré með jólaljósum í.

Hvað er eiginlega að gerast?  Það er ennþá sumar úti, meina það er hlítt og ég sé ennþá laufblöð á nokkrum trjám, og ekki eitt einasta snjókorn!
Ég held að það ætti að banna jólaskraut og jólalög nema rétt í kringum hátíðarnar, eins og vetrardekk eða rakettur, þykir þetta bara draga úr jólastemmningunni.

Give it a few years…

Hvað ertu að segja? Ég .. nei .. ha? Þegiðu femínistinn þinn ég er að reyna horfa á sjónvarpið… 

Hvað er málið með femínsta og aðra sem eru alltaf í sinni baráttu fyrir því sem þau vilja kalla “Jafnrétti kynjana”?

Jafnrétti kynjanna. Jú, það vill svo til að ég er einmitt fylgjandi því, en mér finnst það nú þurfa aðeins að skoða frekar orðið “jafnrétti”.
Femínistar eru ekki alveg að skilja sína eigin baráttu, þær virðast vera berjast fyrir alræði kvenna en ekki jafnrétti. Nú eða a.m.k. sumar þeirra, aðrar virðast vera berjast fyrir því að konur eigi að hafa aukin réttindi framyfir karla án þess þó að ganga það langt að þær nái alræði.
Auðvitað þarf þetta einsog allt annað að vera soldið skoðað frá öllum hliðum, ekki bara hlið femínista sem eiga það nú til að ýkja allt og hagræða tölum “sér í hag”, já soldið spes að hagræða tölum “sér í hag” til þess að líta út fyrir að vera verr staddur en maður í raun og veru er.

Ég hef einmitt oft séð svona súlurit, línurit og alls kyns kannanir yfir launamismun kynjanna, þar sem teknir eru allir karlar og allar konur sama í hvaða starfi það er og svo allt sullið borið saman. Auðvitað hlýturðu að þurfa bara saman laun karla og kvenna í sömu stöðu, ekki bara næsta karlkyns bankastjóra útí bæ og bera svo hans laun saman við afgreiðslustúlku í Nóatúni. Ég skal trúa þessum hrikalega launamismun sem þær vilja meina að sé um leið og ég sé marktæka könnun á þessu. Continue reading “Give it a few years…”

Jæja, fyrsta bitrið… biturið…bitrunin?

Mér varð það á að fara í Bónus í Smáratorgi í dag og eins og alltaf þegar ég fer í svona stórmarkaði þá olli þessi ferð mín mér miklum pirringi. Það er nefnilega eins og það verði hreinlega skammhlaup í rökhugsunarhluta heila stórs hluta fólks þegar það kemur inn á svona staði. Þetta er reyndar nátengt heiladauðanum sem á sér stað í fólki þegar það er í fjölmenni, eins og t.d. í skrúðgöngum og öðru slíku húllumhæi.

Þetta lýsir sér þannig að fólk stoppar snögglega á miðjum göngum í búðum án þess að hugsa út í það hvort að það sé einhver fyrir aftan þau. Og svo stendur fólk oft og blokkar heilu gangana í lengri tíma og verður svo alveg ógurlega sárt þegar maður reynir að komast framhjá því.

Þetta, ásamt þeim leiðinlega ávana þeirra sem setja upp búðir á

…finnst mér yfirleitt alveg ágætis fólk, nema þegar ég er að keyra þá hata ég þá, en ég ætla ekki að láta fyrsta póstinn minn hérna vera um umferðamenningu íslands, finnst hann Jónatann hafa komið því alveg ágætlega til skila.

Nei ég ætla að tala um íslendinga sem af einhverjum arfaheimskum ástæðum finnst alveg skelfilegt að búa á íslandi, þið þekkið þetta öll “ööö það eru svo háir skattar á íslandi búhú” og “ööö afhverju eru atvinnuleysibæturnar mínar ekki hærri en LAUNIN þín?!” svona fólk á að hengja.

Það sem þessir þvagheilar fatta ekki (enda þvag ekki hentugt til rökhugsunnar), er allt þetta góða sem við höfum hérna, frítt menntakerfi (ekki einusinni REYNA að segja annað, því þá lem ég þig), frítt heilbrigðiskerfi á heimsmælikvaðar (þótt innri bygging þess sé í molum) og einhver sú al-mesta velmegun sem þekkist í hinum vestræna heimi!!

Finnst fólk alveg meiga halda kjafti þó aðeins blási á móti og minnast hinna ódauðlegu orða Jóns Páls

“VIKING POWER!!!”

takk takk

Hundaeigendur

Jæja ákvað að það væri nú komið að því að ég ætti nú að fara að bitrast með.

En ef það er eitthvað sem ég þoli ekki þá eru það snobbaðir hundaeigendur. Það er ákveðið gæludýraspjall sem ég skoða reglulega og þar er mikið af fólki sem er að hrauna yfir okkur með blendingana. Guð forði mér frá því að tjá mig um það að mig langar í hvolpa undan tíkinni minn einhvern daginn, held ég myndi fá símahótanir eða álíka.

En það er ekki það sem ég er mest bitur yfir, heldur það að núna var ég að frétta að sú sem er einna verst í þessu á blending sem er ennþá með kúlur (já… hann fékk að halda náttúrunni), hann fór að riðlast á einhverri hreinræktaðari hefðartík og eigandi tíkarinnar situr uppi með hárlausar rottur. Er hún eitthvað betri en við, í alvörunni þetta er einn ljótasti hundur sem þið munuð sjá, það er umtalað hvað hann er ljótur, og hvolparnir eru hárlausir eins og hann, óttaleg krútt reyndar, en henni finnst þeir samt vera ljótari en rottan sín.

Uss þessi manneskja sagði við eiganda annars blendings að ef að hún ætti þann hund væri hún búin að svæfa hann, ég myndi frekar passa að hárlausa rottan sé ekki að riðlast á öllu sem hann kemst í.
Svo eru það krakkarnir sem halda að þeir séu svo lífsreyndir, það var nú ein 11ára sem var inná barnaland spjallinu og var að ráðleggja verðandi mæðrum hvernig þær ættu að ráða við morgunógleði og álíka.

Netspjöll gera mig bitra.

Jæja… þið vitið öll hvað ég er að meina. Maður hoppar uppí bíl á morgnanna, leggur af stað í vinnuna glaður í bragði hugsandi “ahhhhh… nýr dagur, og ef þetta er ekki sólin þarna að gægjast upp.”
En Nei! Maður er ekki fyrr kominn útúr götunni sinni þá er maður alltíeinu fastur í einhverri umferðarsúpu og gleðin fljót að hverfa á braut og skiptist út fyrir pirring og almenn leiðindi, ég er ekki frá því að meiraðsegja sólin lét sig hverfa á bakvið næsta fjall.
Ég er líka alveg klár á því að ég myndi ekki vilja vera atvinnurekandi á

Tungulög

Argh!!!….ég beit í tunguna á mér og er brjálaður yfir því !!

Þegar ég verð kóngur yfir heiminum (mamma sagði mér að hugsa stórt) ætla ég að banna að fólk bíti í tunguna á sér, og þeim sem ekki hlýða verður ekki boðið í spólukvöld í höllinni minni á miðvikudagskvöldum, eftir að ég er búinn að hýða þrælana …..og kannski konuna smá…sem er fyrrverandi leikkona (einnig þekkt sem drama-drottning).