Staðfestingarkóðar

Ég var að reyna að commenta á síðu á blog central púnktur is.

Og djöfull þoli ég ekki staðfestingarkóðana þarna.
Við erum að tala um að þó að myndin sé mjög skýr, og ég sé vel hvað stendur, þá fæ ég samt “villu í staðfestingarkóða”. Og svo er tengill sem bíður manni upp á að fara til baka. Og þá er allt þurrkað út og maður þarf að skrifa commentið aftur.
Þá skrifar maður styttri útgáfu af commentinu því maður nennir ekkert að skrifa allt aftur.
Svo gerðist þetta aftur, ég gafst upp eftir 7 tilraunir.
Takkfyrirbless!

3 thoughts on “Staðfestingarkóðar”

  1. Haha, djöfull skil ég hvað þú átt við, ég skrifaði einhverntímann alveg heljarinnar langt svona comment (og veistu það var meiraðsegja mjög mjög biturt comment) og klikkaði á svona staðfestingarkóða þar bakgrunnurinn á þessum helvítis kóða var í sama lit og síðann og letrið var nú bara í mjög líkum lit líka þannig að helvítið fór alveg framhjá mér.
    Klárlega ýtti ég á “Til baka” þegar ég fékk upp villumeldingu og já… sama … textinn horfinn og ég nennti engann veginn að skrifa þetta upp aftur, ég reyndar lagði ekki einusinni í aðra tilraun og tók reiði mína í staðinn út á plastglasi sem ég hafði verið nýbúinn að klára vatn úr… :p

  2. Algjörlega óþolandi kerfi þetta blogcentral SORP!

    Þoli ekki einmitt að lenda í því að skrifa eitthvað heillangt comment, ýta á submit og kerfið lýgur því að staðfestingarkóðinn hafi verið vitlaus og TÆMIR helvítis formið.

Leave a Reply

Your email address will not be published.