Koma út í sígó?

Ég lenti í svolitlu spes í vinnunni áðan. Kjáni kom yfir til mín og spurði hvort ég kæmi út í sígó (ég er rooosalega góður second hand smoker, fíla pásurnar en reyki þó ekki) sem ég var nú alveg til í, skildi vel að hann vildi hafa einhvern að spjalla við og svona. Nema hvað… hann ákveður að hringja eitt örstutt um leið og hann stendur upp… hann er nú svosem ekki neitt svakalega lengi að spjalla við þennan gaur sem hann hringir í… en um leið og hann skellir á, hringir síminn aftur, það er konan hans. Þá var það full report sem hann þurfti að skila; Af hverju ertu ekki við tölvuna? Hvað ertu að gera úti? Ertu í mat eða bara smá pásu? Hvað ætlaru að vera lengi úti? Af hverju var á tali hjá þér rétt áðan? Við hvern varstu eiginlega að tala? Hvað voruði að tala um? Og hvað sagði hann? Hvenær ferðu næst í pásu? Hvað ætlaru að borða á eftir…. o.s.frv. hún virtist geta haldið áfram endalaust!

Jeeeesús! Konur…. Ótrúlega fyndið hvað sumir geta orðið whipped. Ég hef ekki lent í svona ennþá, eina sem reynir þetta er Mamma, en hún fær næstum engin svör og er því svona næstum hætt að reyna þetta.

Ekki nóg með að greyið Kjáni sé whipped, (segi nú samt bara svona, Hildur er nú alveg ágæt) þá var ég dreginn út í spjall fyrir ekki neitt! …og það er ekki eins og það sé tuttugu stiga hiti úti!!

2 thoughts on “Koma út í sígó?”

  1. Pfff. og svo er þetta fólk sem reykir ekki alltaf að segja að þeir sem reykja vinni minna og taki sér fleiri pásur. Svo er þetta alltaf svona, fólkið sem reykir ekki er alveg jafn oft “úti að reykja” einsog við sem reykjum… 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published.