Bilaður bíll?

Nú kannast örugglega flestir við það að maður er ekkert rosalega ánægður ef að bíllinn manns bilar… menn verða yfirleitt fúlir og jafnvel að maður sé á mörkunum að vera bitur yfir svoleiðis hlutum oft á tíðum.

Nú vill svo til að Jónatan hlýtur að telja mig vera bitrann þar sem ég rétt hnippti í hann og spurði hvort ég gæti verið bitur penni? Jónatan hvorki spurði mig hvort ég kynni að skrifa né hvort ég væri almennt bitur heldur lét mig um leið fá notendanafn og lykilorð. Klárlega mun ég gera allt sem ég get til að bregðast honum ekki.

Ef þið viljið langa og mögulega ágætlega bitra sögu (ekki eins bitur og hún var þar sem ég hef haft 3 ár til að melta þessa biturð) endilega smellið á “(more)”, annars skuluð þið bara ganga útfrá því að bíllinn minn sé bilaður og ég sé bitur yfir því og láta gott heita.

En já, Bilaður Bíll?, Já, Bíllinn minn er bilaður, og hefur verið það í seinustu 3 árin!!! og þá er ég ekki að meina að hann sé “alltaf að bila”. Nei hann er bókstaflega búinn að vera ógangfær allann þennan tíma og já, ef maður verður pirraður eða bitur yfir því að bílinn bili og þarf að vera á verkstæði í 2 – 7 daga þá getiði mögulega ímyndað ykkur hversu bitur ég er eftir 1095 daga (sirca, ég er löngu hættur að telja dagana).
En já einn daginn fyrir u.þ.b 3 árum síðan var ég veikur heima og ákvað að lána þáverandi kærustunni bílinn, svona fyrst ég var ekki að nota hann, og svona klukkutíma síðar hringir hún þar sem bíllinn hafði ákveðið að drepa á sér og neita að fara aftur í gang.

Bíllinn fór auðvitað á verkstæði þar sem “atvinnumenn” tjáðu mér að vélartölvan í bílnum væri ónýt og ég þyrfti nýja. Þeir sögðu mér að þeir gætu pantað hana en það væri “betra” ef ég gerði það sjálfur í gegnum annan aðila, þar sem þeir þyrftu þá ekki að sitja uppi með kostnaðinn ef þetta væri röng greining, og sama hversu oft ég sagði að ég vildi að ÞEIR myndu panta hanan þá á endanum gafst ég upp og pantaði sjálfur nýja vélartölvu. Mögulega góð ákvörðun þar sem ég fékk hana svona helmingi minni pening heldur en umboðið hafði sagt mér að hún kostaði, mögulega ekki góð ákvörðun þar sem ekki er víst að vélartölvan hafi verið biluð þar sem eftir að ný vélartölva var sett í bílinn lét hann alveg eins.
“Atvinnumennirnir” á ónafngreinda verkstæðinu sem voru að gera við bílinn minn tjáðu mér að þeir væru heimskir og gætu ekki gert við bílinn fljótlega eftir það. (Mögulega orðuðu þeir það öðruvísi en ég skildi þá þannig.)
Eftir stuttu pásu frá því að reyna gera við bílinn endaði bíllinn loksins í umsjá félaga míns sem fullyrti að hann gæti gert við bílinn og viðgerðir fór aftur af stað. Næstu mánuði voru vélarpartar greindir og dæmdir ónýtir og nýjir partar pantaðir. “Atvinnumönnunum” hjá umboðinu hafði einhvernveginn yfirsést að það voru 2 ónýtir spíssar, ónýtur cam-angle sensor að kveikjan leddi ekki rafmagn. Töldum að við værum búnir að skipta út öllu sem væri bilað/ónýtt, sem enginn hefur ennþá getað útskýrt afhverju ætti að vera bilað/ónýtt nema mögulega ef bílinn hefði orðið fyrir eldingu, nema einum hlut og ákvað ég að bíða í svona 2 vikur með að panta þann hlut þar sem mig skorti fjármagn þar til mánaðarmót kæmu.
Viku fyrir þau mánaðarmót hinsvegar er svo brotist inn í bílinn, bílinn er 2.sæta blæjubíll þannig að þjófarnir ákváðu að skera bara á blæjuna til að komast inn í bílinn, ný blægja 60 þúsund, þeir ákváðu svo að stela vélartölvunni (þessari nýju), ný vélartölva 170þúsund, þeir reyndar stálu líka biluðum varahlut sem lá í bílnum, sparaði ferð í sorpu, en já þeir ákváðu líka að rífa upp gólfteppið í bílnum, 11 þúsund, og brjóta útvarpið við að reyna ná því út, tæki einsog og fylgir bílnum upphaflega c.a. 10 þúsund. Þeir virðast líka hafa reynt að þröngva upp skottlokið og beygluðu það, reyndar náði að rétta það sjálfur.
Ég var auðvitað nýbúinn að taka bílinn af númerum og þar af leiðandi var hann ekki tryggður, þar sem Sjóva ákvað að tjá mér ekki um að það væri hægt að tryggja óskráða bíla fyrir slíkum atburðum.

Bíllinn hinsvegar er eftir þetta búinn að flakka á milli staða þar sem hann er geymdur og unnið í honum af og til. Frá því að það var brotist inn í hann hinsvegar fanst vélartölvan aftur og ég er búinn að lóða hana í og gera við kveikjuna (sem var hluturinn sem ég ætlaði að fara panta þegar það var brotist inn í bílinn). Einnig er búið að finna nokkra fleiri bilaða/ónýta hluti og skipta þeim út en bílinn neitar enn að fara í gang og er ég nýbúinn að panta enn einn varahlutinn, sem auðvitað er ekki til á lager hjá umboðinu (nýtt umboð reyndar síðan í upphafi sögunnar), reyndar er hann heldur ekki til hjá þeirra birgja erlendis og þarf því að bíða þar til fleiri verða framleiddir. Sem tekur ekki nema 2 – 8 vikur (það eru liðnar 2 nú þegar þannig að þær verða pottþétt 8 grunar mig) og hver veit hvort þetta er seinasti hluturinn sem þarf áður en bílinn fer í gang aftur. Svo á ég auðvitað ennþá eftir að fá nýja blæju og gólfteppi o.fl. þar sem það verður bara pantað ef bílgreyið fer í gang.

Ef þú ert ennþá að lesa þetta hlýturðu að vera hugsa “Afhverju ertu ekki löngu búinn að gefast upp á þessum bíl, afhverju hendirðu ekki helvítinu eða amk losar þig við hann?”
Klárlega er ég búinn að eyða of miklum tíma, peningum, ást og vinnu í þennan bíl að ég tími ekki að látann frá mér, þar sem það er pottþétt að ef ég myndi selja einhverjum hann á lítinn pening myndi viðkomandi áræðanlega á einhvern hátt koma honum í gang á 2 dögum og ég væri alltaf sjá bílinn aka framhjá mér í umferðinni.

Svo ef bíllinn fer einhverntímann í gang þá mun ég klárlega aldrei skrifa fleiri færslur á bitur.is þar sem ég mun vera hæstánægður til lengri lengri tíma ef svo fer. En þangað til þá ætla ég að reyna hjálpa Jónatani að halda uppi biturleikanum hérna og mun koma með ferskari biturleika næst.

 kv,
   alli™

5 thoughts on “Bilaður bíll?”

  1. Mér fannst sagan fyndnari þegar við héldum fyrst að María hafi bara sett Diesel á hann… þetta er eiginlega bara ógeðslega bitur saga og á skilið fullt hús stiga.

  2. Pingback: car flyer

Leave a Reply

Your email address will not be published.