Verkfall flugmanna

Það fer svosem ekki framhjá neinum að nú vilja flugmenn fá hærri laun.

Flugmenn “benda” á að stjórnendur hafi fengið svakalegar hækkanir.
Og stjórnendur “benda” á að flugmenn hafi rangt fyrir sér og að þeir hafi sjálfir fengið svakalegar hækkanir.

Án þess að fara mikið efnislega út í deilumálin, enda þekki ég lítið annað en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum, þá er mikil umræða um verkstöðvun og verkföllin, og hugsanleg lög gagnvart þeim.

Ég skil að lögreglumenn megi ekki fara í verkfall, eins ósanngjarnt og það er.
Ég skil að lög séu sett á verkfallsaðgerðir stétta sem varða öryggis-almannahagsmuni, eins og t.d. hjúkrunarfólk eða flugumferðarstjóra.
Ég gæti jafnvel skilið lög á verkfallsaðgerðir opinberra stofnanna sem eru ekki í samkeppni og að það sé engin “önnur leið”.

En lög á einkafyrirtæki í samkeppnisrekstri þar sem það er það er fullvel bæði hægt að fara með öðru flugfélagi, og tækifæri fyrir önnur flugfélög til að sanna sig og eignast framtíðarviðskiptavini.
Verst að það er bara ekkert annað íslenskt flugfélag að skara framúr þegar það kemur að þjónustu eða þægindum.

En nú vilja margir meina að þetta varði almannahagsmuni, því að ÍMYND Íslands skaðist eða að ferðamannaiðnaðurinn beri skaða, og að við verðum af svo miklum gjaldeyristekjum að þjóðin beri bara skaða af.
Pétur nokkur Blöndað sagði m.a. að í gamla-daga hefðu verkföll ekki haft áhrif á neina og hefðu því ekki verið svona óhentug.
O
g hann er á þeirri skoðun að það ætti bara að breyta lögunum og gera verkföll ólögleg.

Verkföll eru ekki hugsuð til þess að vera hentug eða þægileg, jafnvel þó að fólk eins og Hann Birna telji að verkfall og mótmæli ættu að vera uppi  á hálendinu í staðinn fyrir að vera fyrir,

Ef að EITT fjandans fyrirtæki í samkeppnisrekstri hefur svona mikið tangarhald á HEILLI ÞJÓÐ, að vinnustöðvun hjá téðu fyrirtæki varði almannahagsmuni, þá eigum við stærra vandamál að etja, og verkstöðvun flugmanna ekki vandamálið.

Burtséð frá því hversu veruleikafirrtir flugmenn eru og hvort þetta séu raunhæfar kröfur eða ekki, þá hlítur nú að vera einhver önnur leið en að setja verkfallslög á þá (og aðrar launþegastéttir)?

Verkfall er úrslitakostur, þar sem launþegar hóta að skaða vinnuveitandann fjárhagslega þegar til þeir ná sínu fram.
Það er ekkert fallegt, þægilegt né hentugt við þetta. Og “góðir” samningar nást sjaldan þegar búið er að stilla öðrum aðilanum (í þessu tilfelli, atvinnurekanda) upp við vegg.
Það væri kannski réttara, amk hvað einkageirann varðar, að leyfa fyrirtæki að enda verkfall með hópuppsögn. Þ.e.a.s. að gefa fyrirtækinu jafnbeitt vopn og launþegum. Þannig að ef það er engin lausn, þá geti fyrirtækið einfaldlega sagt upp öllum sem eru í verkfalli, og verkfallinu sé þá sjálfhætt, og að fyrirtækið geti þá hafist handa við að ráða inn að nýju og hefja störf. (Hvort sem um er að ræða nýliða eða þá að nýhætt starfsfólk sæki aftur um og gæti þá allt eins átt hættu á launalækkun.)
Vilji fólk á annað borð fara í verkfall hlítur það að vera viljugt að taka slíka áhættu.
Í tilfelli flugmanna, þá efast ég um að það yrði nokkur skortur af umsækjendum.

 

 

2 thoughts on “Verkfall flugmanna”

 1. http://moby.in.ua – Мобильные телефоны 4G – купить в интернет магазине. 4G телефоны Украина • купить мобильные телефоны 4G. Купить смартфоны 4g LTE Украина. Лучшие мобильные телефоны / смартфоны 2018 года!

 2. Продаем матрасы Собственное производство
  Матрас РВ цв 460-1300 руб
  Матрас детский РВ 400 руб
  Подушка РВ 160 руб
  Подушка синтепон 155 руб
  Внимание NEW! Предлагаем спальные комплекты для рабочих: матрас 70х190 п/э + одеяло 1сп. + КПБ п/э 1сп. + подушка 60х60.
  Цена 1500 руб!!!

  skype seojerry

Leave a Reply

Your email address will not be published.