Finndu þrjár villur.

 1. 1. Til þess að mega mála á striga og selja málverkin þín þá verður þú að vera búin(nn) með myndlistaranám, enda ekki sanngjarnt að þeir sem hafi áhuga og hæfileika til geti bara farið og málað mynd án þess að hafa farið í gegnum sértækt nám.
 2. 2. Til þess að mega leika í bíómynd, auglýsingu eða leikriti í leikhúsi, verður þú að vera búin(nn) með leiklista-nám. Öllum einstaklingum sem ekki hafa lokið leiklistanámi er óheimilt skv lögum að leika í auglýsingu, bíómynd eða leikriti.
 3. 3. Til þess að mega taka ljósmynd af einstakling, breyta svo ljósmyndinni í tölvu og t.a.m. setja fiðrildi inn á myndina, verður þú að vera búin(nn) með ljósmyndaranám. Einstaklingum sem ekki hafa lokið ljósmyndaranámi er óheimilt að taka hversskyns myndir gegn gjaldi, jafnvel þó að sett sé fiðrildi inn á myndina eftir á. Enda er ekki mögulegt að aðrir en menntaðir ljósmyndarar hafi auga fyrir góðu myndefni, og almannahagsmunir krefjast þess að bara ljósmyndarar fái að taka myndir.
 4. 4. Til þess að fá að stofna hljómsveit, syngja eða spila í hljómsveit, þá verður þú að vera búin(nn) með söng- eða hljóðfæranám. Þetta á við alla meðlimi í hverri hljómsveit. Sjálflærðir tónlistar-menn og konur æra nágranna sína með æfingum sínum sem ættu betur heima í tónlistarskóla. Þeim sem ekki hafa lokið skóla er því meinað að vera með í hljómsveit, enda nóg til af hljómsveitum nú þegar.

Þrjú atriði eru bull, eitt atriði er íslenskur raunveruleiki.
Skólaganga er alltaf góð. Og í flestum tilfellum hjálpar einstaklingum að skerpa á áherslum eða laga það sem betur mætti fara undir leiðsögn kennara. Enda fara margir “listamenn” (söng/leik/mynd/…) í nám. En ættum við að setja lög um þetta? Ættum við að útiloka fullt af hæfileikaríku listafólki vegna þess að það er ekki búið með “rétt” nám? Eða ættum við að meta þetta fólk út frá þeim verðleikum sem það hefur? (Því jú, ef það leikur eða syngur illa, þá eru ekki miklar líkur á frama eða frekari verkefnum.)

Eða væri ekki nær að breyta lögunum um eina af þessum listgreinum, og leyfa hæfileikaríku fólki að skapa sér tækifæri?

Gerum líka greinarmun á iðn og list.

2 thoughts on “Finndu þrjár villur.”

 1. Málið er að nú sitja ‘alvöru’ ljósmyndarar margir hverjir uppi með þann beiska kaleik að ‘amatörar’, sem eru samt ekki meiri amatörar en það að þeir hafa að baki nám í grafískri myndvinnslu sem felur m.a. í sér áfanga í ljósmyndun, hafa boðið upp á þjónustu í barna- og fjölskylduljósmyndun sem þeir telja sig ekki geta boðið upp á.

  T.d. það að láta þann sem kaupir myndatökuna fá myndir í prenthæfum upplausnum á geisladiskum / minniskubbum. Mönnum er innprentað (haha) það í iðnskólanum (sem ég neita að kalla sínu nýja nafni) að það eigi ekki að gera.

  Og það sem meira er, kúnnunum þykja myndirnar frá þessum amatörum bara oft ekkert síðri en myndirnar sem margir ‘alvöru’ ljósmyndarar taka.

  En þetta var bara svona smá pirringur til að byrja með. Svo þegar ákveðnir ljósmyndarar fóru hreinlega að sjá fram á tekjutap, sérstaklega á þessum síðustu og verstu, þá fór þetta að verða meira issue.

  ‘Alvöru’ ljósmyndarnarnir vilja endilega láta þetta snúast um prinsipp og heiður stéttarinnar. Vandamálið er bara að við erum eitt af örfáum löndum í Evrópu með þetta löggildingarfyrirkomulag og ljósmyndun hér á landi er bara ekki neitt betri eða verri en í löndum þar sem þetta gildir ekki.

Leave a Reply

Your email address will not be published.