Hversu oft á ég að borga fyrir vöru sem að ég fæ?

Mánaðarverð í ADSL hjá Símanum er frá 4.190 til 6.690, stofngjald er 6000kr en fellt niður gegn 12 mánaða samning.

Burtséð frá hækkunum (sem hafa verið töluverðar hjá Símanum s.l. eitt og hálft ár),  hvað er þá Síminn að bjóða upp á?

5 thoughts on “Hversu oft á ég að borga fyrir vöru sem að ég fæ?”

  1. Eitthvað sem ætti klárlega að fara með til samkeppniseftirlitsins og neytendasamtakana. Nauðungarleiga á búnaði hljómar allavega frekar ólöglega. Ef þeir vilja rukka f. leigu á “rándýrum” búnaði þá ættir þú að eiga möguleikan á því að kaupa búnaðinn sjálfur og spara þér þessa leigu.

    Þeir eru að spara sér þjónustu á routerunum með því að stjórna alfarið búnaðnum sjálfir og með myndlyklana, já… þá eru minni líkur á að maður reyni að cracka þetta kerfi þeirra.

  2. Ég er reyndar svona 87% viss um að þeir eru með baktryggingu fyrir þessu í skilmálunum (sem fæstir lesa) þannig að Samkeppniseftirlitið gæti lítið gert grunar mig.

    Ég hef svona svipaða afstöðu til Símans og Churchill hafði til lýðræðis, mér finnst hann versta fjarskiptafyrirtækið, fyrir utan öll hin sem eru í boði.

    Hverjir áttu Hive áður en það rann inn í hitt draslið?

  3. Tölvur og net áttu upphaflega Zyxel netið ef ég man rétt, sem varð svo að Hive (man ekki hvað móðurfélagið hét). Þegar Sko sameinaðist Hive… þá varð Hive í meirihlutaeigu sömu aðilla og reka og eiga Vodafone… og það fólk er fullkomlega sátt við fákeppnina.

  4. Ég er hjá Símanum með internetið og er ekki á leiðinni með það neitt annað. Þeir eru sterkastir á internetmarkaðnum og þeir vita það líka, þess vegna leyfa þeir sér þetta. Þetta er sorglegt en við getum voða fátt gert í þessu.

Leave a Reply to Andri Cancel reply

Your email address will not be published.