Launin hækka hjá Séra Jón, en lækka hjá Jón

Frétt: Skipti boðar 10% launalækkun hjá starfsfólki dótturfélaga.
Þetta voru ekkert svo óalgengar fréttir fyrir stuttu. Og höfðu verkalýðsfélög áhyggjur af þessu, að fyrirtæki væru að misnota þessa “aðstöðu” í þjóðfélaginu til að lækka laun starfsmanna. Engu að síður er hér um að ræða allskonar fyrirtæki, sem hafa farið þessa leið að lækka laun í staðinn fyrir að segja upp starfsfólki…

Frétt: Laun starfsmanna fjármálafyrirtækja hækka um 20.000 á mánuði, AFTURVIRKT frá 1. nóv.
Launin hækka um 20.500 á mánuði, frá 1. nóv. Auk 14.000kr hækkun 1. jan 2010. Og orlofsframlag hækkar um 3.25% núna, og aftur um 2.5% í júlí. Já og orlofsréttur lengist, og fleira og fleira.

Nú ætla ég ekki beint að kvarta yfir að fólk fái launahækkanir (svona þar sem allt verðlag er að hækka líka). En hvað varð um umræðuna um aðhald og whatnot.

1 thought on “Launin hækka hjá Séra Jón, en lækka hjá Jón”

  1. Sú umræða gerði reyndar líka ráð fyrir öllum þessum lausu kjarasamningum og fólki var bent á að búast ekki við miklum hækkunum og að samningarnir yrðu stuttir. Mér sýnist þessi reyndar vera lengri en t.d. sá sem ég var neyddur til að skrifa upp á en að öðru leyti algjörlega sambærilegur. Og ekki myndi ég segja að þetta væri neitt sérstaklega rausnarlegar hækkanir, og þær eru hlutfallslega minni því hærri tekjur sem fólk hafði fyrir sem ætti að gleðja einhverja.

Leave a Reply

Your email address will not be published.