B-o-b-a, Sprengidagur!

Allt frá því að fyrsti apinn tók upp á því að þróast yfir í mann höfum við haft (mis-góðar og mis-gáfulegar) ástæður fyrir því að vera bitur, ýmist ein með okkur sjálf eða með öðrum.

Hingað til hafa þetta þó enn sem komið er verið frekar smávægileg atriði sem hafa valdið okkur pirringi, engin krísa í sjálfu sér. Einstaka sinnum hafa komið upp kvartanir sem hafa fengið mann til að lækka í græjunum og segja við sjálfan sig (eða köttinn sinn); “Nei hvur þremillinn, hvar ætlar þetta að enda?” – en svo gerir maður ekki neitt í því fremur en fyrri daginn.

Nú hefur þetta hinsvegar loksins gengið of langt, hingað og ekki lengra þakka þér fyrir. Hvernig er hægt að halda hinn heilaga Sprengidag hátíðlegan