Fleiri bitra penna.

Stjórn Biturs ákvað að prufa að leyfa skráningu beint frá heimasíðunni.

Þannig að hér til hliðar má finna tengil sem heitir “Register” þar sem notendur sem hafa áhuga á að skrifa hér geta skráð sig. Og svo í framhaldinu skrifað grein.
Greinar þeirra sem hafa ekki skrifað áður er fyrst send til stjórnar til samþykktar. En sé fyrsta greinin samþykkt má gera ráð fyrir því að aðgangi einstaklings verði svo breytt í þá áttina að honum/henni verði treyst fyrir frekari greinaskrifum.
Einnig viljum við endilega minna fólki á að benda öðru bitru fólkiá þessa síðu, svo það hafi nú einhvern samastað fyrir tuðið sitt 🙂

Spam í commentakerfum

Ekki það hvað óumbeðinn fjöldapóstur (spam) sé að fylla tölvupósthólfið mitt daglega pirri mig mikið, heldur hversu glórulaust fólk er gagnvart þessu.

En það sem ég þoli ekki er allt þetta helvítis SPAM í commentakerfum.
T.d. á síðunni minni á ég eftir að koma mér upp almennilegri spamvörn gegn því að commentakerfið mitt drukkni ekki í auglýsingum. Staðan í dag er sú að þeir sem nota IE geta ekki skrifað comment.
Núna er upp á teningnum að spamdrasl er byrjað að koma hingað inn, þar sem ég þarf reglulega að kíkja yfir og eyða út commentum.
Ég hef nefninlega ekki gefið mér tíma í að fara yfir og setja upp e-ð kerfi til að koma í veg fyrir allt þetta spam drasl.

Og svona fyrst ég er á þessum nótunum.