Missed call takk!

Ég gjörsamlega þoli ekki, að í þau skipti sem að maður fokkar óvart í batterýinu (eða þá að rafhlaðan einfaldlega klárist) þegar einhver hringir í mann… sem getur alveg skeð, sérstaklega þegar maður er ekki almennilega vaknaður… þá getur maður ekki flett því upp í missed call hver var að hringja! Það er eitthvað sem segir mér að í þetta skipti var þetta einhver sem er fúll af því ég “skellti á”. Spurning hvort það sé kominn tími á að kaupa sér nýjan síma sem batterýið er geðveikt ferskt á?

Að vakna á morgnanna

Einn af þeim hlutum sem mestu munar á því að búa í stórborg eins og Hafnarfirði, og miðbæ Reykjavíkur… er umhverfið og fólkið í kringum mann. Að búa svona rosalega central getur breytt miklu. Það sem ég er mest að fókusa á núna, og jafnvel pirra mig yfir.. er það sem fólk þarf endilega að gera á morgnanna. Það hefur verið að myndast smá listi yfir þá hluti sem er mest óþæginlegast að vakna við á morgnanna.Fyrsta sem tókst að fara í taugarnar á mér var þegar framkvæmdirnar hófust í portinu hinumeginn, s.s. á laugarveginum fyrir aftan þar sem Vero Moda var. Þar er búið að vera að brjóta allt og breyta í kjallaranum og þeir voru ekkert endilega að hafa áhyggjur af því hversu mikinn hávaða þeir mynduðu þegar þeir voru að þessu mennirnir. Hvað þá á hvaða tíma dags! Stundum voru djöfulsins læti í þeim alveg undir miðjar nætur. Það var þó ekki mikið á nóttunni fyrr en þeir virtust vera að falla á tíma og því spýttu þeir í lófana og kláruðu verkið.

Nokkrum dögum síðar voru það ruslakallarnir sem vöktu mig… hvað það er sem fær þá til að vera að kasta tunnunum í portinu þar sem hljóðið hoppar af veggjum húsana og endar á því að fara inn um gluggan hjá mér, veit ég ekki. En djöfull pirraði það mig!

Fólk sem pirrar mig

Það er einn hlutur sem hefur verið að fara meira í taugarnar á mér undanfarið en annað, og þar er fólk sem er ósamkvæmt sjálfu sér. Með fullyrðingar eða yfirlýsingar sem eru bara lygar eða amk ekki nógu merkilegar til að það geti staðið á bak við þær. Til að útskýra hvað ég á við ætla ég að taka tvö dæmi úr mínu eigin lífi frá síðustu vikum eða mánuðum. Continue reading “Fólk sem pirrar mig”

Koma út í sígó?

Ég lenti í svolitlu spes í vinnunni áðan. Kjáni kom yfir til mín og spurði hvort ég kæmi út í sígó (ég er rooosalega góður second hand smoker, fíla pásurnar en reyki þó ekki) sem ég var nú alveg til í, skildi vel að hann vildi hafa einhvern að spjalla við og svona. Nema hvað… hann ákveður að hringja eitt örstutt um leið og hann stendur upp… hann er nú svosem ekki neitt svakalega lengi að spjalla við þennan gaur sem hann hringir í… en um leið og hann skellir á, hringir síminn aftur, það er konan hans. Þá var það full report sem hann þurfti að skila; Af hverju ertu ekki við tölvuna? Hvað ertu að gera úti? Ertu í mat eða bara smá pásu? Hvað ætlaru að vera lengi úti? Af hverju var á tali hjá þér rétt áðan? Við hvern varstu eiginlega að tala? Hvað voruði að tala um? Og hvað sagði hann? Hvenær ferðu næst í pásu? Hvað ætlaru að borða á eftir…. o.s.frv. hún virtist geta haldið áfram endalaust!

Jeeeesús! Konur…. Ótrúlega fyndið hvað sumir geta orðið whipped. Ég hef ekki lent í svona ennþá, eina sem reynir þetta er Mamma, en hún fær næstum engin svör og er því svona næstum hætt að reyna þetta.

Ekki nóg með að greyið Kjáni sé whipped, (segi nú samt bara svona, Hildur er nú alveg ágæt) þá var ég dreginn út í spjall fyrir ekki neitt! …og það er ekki eins og það sé tuttugu stiga hiti úti!!