Bensínverð

Nú eru öruglega flest allir, eins og ég, grátandi yfir bensínverðinu, stakk þá sérstaklega í augun þegar ég ók framhjá ÓB við Barðarstaði að bensínverð þar var komið upp í rúmar 137 kr líterinn! En DV tók semsagt uppá því í dag fyrir okkur “bensínneytendur” að gera verðkönnun á held ég öllum stöðvum Reykjavíkur, ég sjálf stoppaði fyrir svona hálftíma á Orkunni á Miklubraut á leiðinni í Grafarvoginn og var þar verðið minnir mig 134kr/líterinn, og þegar ég var að skoða DV þá stóð sama verð þar og ég hafði keypt bensínið á.
Það sem hinsvegar vakti undrun mína var að fyrirsögnin var “ÓB með ódýrasta bensínverðið” og kíkti ég þá hvað stóð að bensínið ætti að kosta við Barðarstaði og viti menn, þar stóðu einhverjar 134kr/L. Nú annað hvort hefur ÓB tekið það upp hjá sér að ljúga einfaldlega að DV, eða þá að þeir hækkuðu verðið um leið og blaðið var komið út.
Ég held að ég muni ekki versla við ÓB aftur…

Hundahatarar

Ég er orðin svo bitur útí hundahatara íslands.
Afhverju er það þannig að fólki finnst ekkert mál að neita öðrum um að halda gæludýrunum sínum? Afhverju finnst fólki það skemmtilegt að neyða eigendur til að losa sig við hundinn eða köttinn sinn?
Það er nú ekki óalgengt að fólk sem býr í fjölbýli, sem er búið að vera þar með hundinn sinn í nokkur ár, þurfi allt í einu að losa sig við besta vininn útaf því að einhver fáviti með málsstað heldur að það sé hans skylda að láta fólk losa sig við dýrin sín.
Svo eru það hinir “blessuðu” lögregluþjónar. Ef þeir fá í hendurnar dýr sem hefur verið keyrt yfir þá er því bara fleygt í ruslið, í stað þess að koma dýrinu til dýralæknis eins og þeir EIGA að gera svo hægt sé að leita eftir örmerki og láta eigendur vita.
Lögreglan á Selfossi er alveg einstaklega dugleg við að vera heimsk. Laugardaginn fyrir viku létu þeir svæfa border collie hund sem þeir fengu í hendurnar, eigandinn hafði komið kvöldið áður og látið vita að hundurinn væri týndur, gaf nákvæma lýsingu, en hann fékk ekki einu sinni að vita að hundinu hefði verið lógað fyrr en hann hringdi seinna um laugardaginn í lögregluna til að gá hvort þeir hefðu nokkuð frétt eitthvað. Núna sitja börnin hans heima grátandi útaf því að einstaklingarnir sem sáu um málið eru svo tilfinningalausir.
Það fáránlegasta var að yfirlögregluþjónnin gaf frá sér þá allra heimskulegustu yfirlýsingu varðandi þetta mál sem ég hef heyrt! Hann sagði að hundurinn hefði verið á lóðaríi (ath þetta var sko rakki, það er eins og að segja að karlmaður færi á túr) í garði hjá einhverri konu, þegar hún ætlaði svo að handsama hundinn barðist hann á móti og klóraði hana.
Vaaaaá ég myndi sko aldeilis skríða undir stein ef hefði verið haft eftir mér önnur eins vitleysa í dagblaði.

Kona óskast…

Jæja þetta kom mér til að hlæja og ég vildi líka létta á ykkur í biturleikanum ykkar.

Þegar ég var 16 ára, vonaðist ég til að einhvern daginn myndi ég eignast kærustu.
Þegar ég var orðinn 18 eignaðist ég kærustu, en það var engin ástríða. Svo ég ákvað að finna mér ástríðufulla stelpu með tilfinningu fyrir lífinu og tilverunni.

Fáránlega kosningarbarátta.

Hvernig er það ríkisstjórninni að kenna að börn í dag eru með ónýtar tennur?  Tengist það semsagt því að við erum með eina mestu sælgætisneyslu af öllum norðurlöndunum ekki neitt?  Síðast þegar ég vissi þá þurfti líka að passa uppá að krakkar tannbursta sig, það hlýtur bara að hafa verið einhverj hjátrú hjá kjánum eins og mér.
Heldur Samfylkingin og þeir flokkar sem eru að nota þetta sem aðal baráttumál sitt virkilega að

Sjö bíla árekstur á Miklubraut

Alls sjö bílar lentu í árekstri þegar tvær ungar stúlkur urðu bensínlausar á Miklubraut við Grensásveg um fimmleytið í gær.
Stúlkurnar kveiktu á neyðarljósum en fóru ekki út úr bílnum, enda mikil umferð á veginum og áttatíu kílómetra hámarkshraði.
Þrír bílar keyrðu aftan á bíl stúlknanna.

Sá fjórði náði að stoppa en ekki vildi betur til en að aftan á hann keyrði sá fimmti og síðan sjötti bíllinn aftan á hann.
Enginn slasaðist, en tveir kenndu smávægilegra eymsla í hálsi.

Jæja stelpugreyin urðu bensínlausar (sem reyndar er ofar mínum skilningi, meina ef það er ljós í mælaborðinu þá þarf að athuga eitthvað!) og datt ekki í hug annað en að stoppa bara á miðri miklubrautinni og vera bara þar.

Þetta kallast ekki óheppni heldur heimska.